Kreppa

Verkefnið Kreppa var lokaverkefni mitt í fréttaljósmyndun í ljósmyndaskólanum Istituto Europeo di Design árið 2009. Þá tók ég fyrir ákveðin hverfi í Hafnarfirði og Garðabæ þar sem hafði verið mikil uppbygging fyrir hrun. Ég bjó á Ítalíu á þeim tíma en kom til Íslands til að mynda um jólin 2008 og aftur um vorið 2009 eða um það bil hálfu ári eftir “Guð blessi Ísland”. Þá stóðu mikið af byggingum og hverfum eftir hálfkláruð eða tóm. Ég tók einnig myndir af búsáhaldabyltingunni og 31. desember myndaði ég mótmælin við Hótel Borg þar sem var verið að taka upp beina útsendingu af Kryddsíldinni.