Fólk

Ég hef áralanga reynslu af að taka ljósmyndir af manneskjum við ýmisskonar tilefni. Ég hef myndað mikið fyrir auglýsingar, sérstaklega skartgripa auglýsingar og af þeim hafa þó nokkrar ratað í alþjóðleg tímarit. Ég hef mikla ánægju af að mynda brúðkaup og fermingarmyndir en þá finnst mér lang skemmtilegast að fara út í náttúruna eða finna falleg hús sem hægt er nýta sem bakgrunna. Einnig hef ég myndað mikið af starfsmanna myndum fyrir fyrirtæki.