Vörumyndir

Ég vinn mikið við að mynda vörumyndir fyrir fyrirtæki, sérstaklega fyrir vefverslanir. Ég hef sérhæft mig í að mynda skartgripi en einskorða mig ekki einungis við það. Það er mikilvægt í dag að hafa góða vefverslun og vera sýnilegur á netinu. Það er því orðið nauðsynlegt að hafa fallegar og vel gerðar myndir af vörum.