Sumrin hjá mér snúast mikið um brúðkaup. Að mynda brúðkaup er það skemmtilegasta sem ég geri (með dassi af spennu, því lítið má fara úrskeiðis). Ég met það mikið það traust sem verðandi brúðhjónum fela mér með því að leyfa mér að taka þátt í þessum degi og sjá um að mynda þennan mikilvæga dag í lífi þeirra. Tveimur til þremur vikum fyrir brúðkaup sest ég niður með parinu og í sameiningu plönum við myndatökuna, því að mörgu er að huga.