Rósey og Sindri

Rósey og Sindri giftu sig 15 september 2018.

Undirbúningur var á Grand Hótel.

Athöfn fór fram í Hallgrímskirkju.

Myndataka var í Listasafni Reykjavíkur og Hörpu.

 

Ef að það er eitthvað sem við sjáum alls ekki eftir þá er það að hafa ráðið atvinnu ljósmyndara. Íris er hverrar krónu virði og meira en það. Hún byrjaði daginn með mér (brúðurinni) og tók æðislegar myndir af mér að hafa mig til frá a-ö og fangaði svo mörg falleg augnablik sem mér þykir vænt um. Í kirkjunni náði hún líka að mynda gestina okkar og fanga ómetanlegar minningar. Þegar það kom svo að því að taka myndir af okkur hjónunum og syni okkar þá var hún frábær, lét okkur báðum líða vel, leiðbeindi okkur og var með frábærar hugmyndir og uppástungur af uppstillingum og staðsetningum. Ég gæti ekki mælt meira með henni, hún fær alveg fullt hús meðmæla frá okkur hjónunum ❤

Date: