Lög nr. 133

Árið 2008 voru haldin fjölmenn mótmæli víðsvegar um Ítalíu vegna yfirvofandi niðurskurða stjórnvalda í menntakerfinu. Umdeild skipun laga nr. 133 átti að hafa í för með sér að tugir þúsunda kennarastarfa og stjórnunarstarfa við ríkiskóla yrðu lögð niður. Slagorðið „Við munum ekki borga fyrir ykkar kreppu“ var notað gegn ríkisstjórninni sem mótmælendur álitu vera að fórna memmtakerfinu í von um að létta á áhrifum alþjóðlegri efnahagskreppu.

Ég var viðstödd þó nokkur mótmæli og myndaði bæði í Mílanó og Róm á nokkura mánaða tímabili.