Frásögn í myndum

Kaffiræktun í Hondúras

Í mars 2019 fór ég í tveggja vikna ferð um Honduras og yfir til Níkaragúa til að mynda kaffibændur og kaffiræktun. Ég kynntist Claudiu Albir, sem er kaffibóndi frá Honduras en búsett á Íslandi, í janúar árið 2019. Tveimur mánuðum seinna var ég farin í ótrúlegt ferðalag með þessari nánast ókunnugu konu í landi sem er þekktast fyrir að vera með höfuðborg sem er lýst sem “the murder capital of the world”.

Glíma

Myndir teknar við æfingu á video listaverkinu Glíma.
Handrit og leikstýring eftir Masbedo.
Leikarar og dansverk samið af Ernu Ómarsdóttur og Damir Todorovic.
Tónlist eftir Lagash og Gianni Maroccolo.
Búningar eftir Gabriellu Battistini.
Hátiðin “Avere trent’anni”, Centrale Fies, Dro (TN) Ítalía. 2010

Kreppa

Verkefnið Kreppa var lokaverkefni mitt í fréttaljósmyndun í ljósmyndaskólanum Istituto Europeo di Design árið 2009. Þá tók ég fyrir ákveðin hverfi í Hafnarfirði og Garðabæ þar sem hafði verið mikil uppbygging fyrir hrun. Ég bjó á Ítalíu á þeim tíma en kom til Íslands til að mynda um jólin 2008 og aftur um vorið 2009 eða um það bil hálfu ári eftir “Guð blessi Ísland”. Þá stóðu mikið af byggingum og hverfum eftir hálfkláruð eða tóm. Ég tók einnig myndir af búsáhaldabyltingunni og 31. desember myndaði ég mótmælin við Hótel Borg þar sem var verið að taka upp beina útsendingu af Kryddsíldinni.

Lög nr. 133

Árið 2008 voru haldin fjölmenn mótmæli víðsvegar um Ítalíu vegna yfirvofandi niðurskurða stjórnvalda í menntakerfinu. Umdeild skipun laga nr. 133 átti að hafa í för með sér að tugir þúsunda kennarastarfa og stjórnunarstarfa við ríkiskóla yrðu lögð niður. Slagorðið „Við munum ekki borga fyrir ykkar kreppu“ var notað gegn ríkisstjórninni sem mótmælendur álitu vera að fórna memmtakerfinu í von um að létta á áhrifum alþjóðlegri efnahagskreppu.